Styrkja sjóðinn

Styrktarreikningur Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis:

Kt. 651121-0780 
Rn. 0302-26-003533
 

Fjáröflun Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis er nú yfir allt árið. Söfnunarféð er notað til kaupa á inneignarkortum í matvöruverslanir.  Um 450 heimili fengu jólaaðstoð árið 2023 og um 500 heimili fengu aðstoð á tímabilinu janúar-nóvember 2023. Á síðustu misserum hefur eftirspurn eftir aðstoð aukist töluvert og ljóst er að fyrir jólin 2024 þarf að safna meira fé en áður. 

Stjórn Velferðarsjóðs á Eyjafjarðarsvæðinu vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem leggja starfinu lið. Án þessa mikla velvilja í samfélaginu væri ekki hægt að styrkja efnaminni heimili á svæðinu með þeim hætti sem nú er gert. 

Ykkar stuðningur er ómetanlegur.