Aðalfundur Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis var haldinn í Glerárkirkju í dag, fimmtudaginn 23. maí 2024.
Á fundinum kynnti fráfarandi stjórn ársreikning 2023 og helstu atriði starfsins á liðnu stjórnarári.
Þar kom meðal annars fram að jólaaðstoðin 2023 var með breyttu sniði, þar sem umsækjendur voru boðaðir í viðtöl en ekki í opna úthlutun. Almenn ánægja var með þetta fyrirkomulag. Aðstoðin fyrir jólin 2023 var sú dýrasta í sögu sjóðsins, en ákveðið var að hækka upphæðir jólaaðstoðarinnar vegna mikilla verðhækkana í samfélaginu.
Annað verkefni sem vert er að nefna er Velferðarstjarnan sem var skemmtilegt samstarf sjóðsins, Glerártorgs og Slippsins. Verkefnið skilaði bæði töluverðu fjármagni og ekki síður góðri umfjöllun um starf sjóðsins.
Á fundinum var tilkynnt um tilnefningar aðildarfélaganna í stjórn. Fráfarandi stjórn var skipuð eftirfarandi einstaklingum: Herdís Helgadóttir, formaður, fyrir hönd Hjálpræðishersins. Eydís Ösp Eyþórsdóttir, gjaldkeri, fyrir hönd Hjálparstarfs kirkjunnar. Kristín Björk Gunnarsdóttir, ritari, fyrir hönd Rauða krossins. Birgit Schov, meðstjórnandi, fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar. Varamenn: Lárus Óskar Sigmundsson (Hjálpræðisherinn), Sonja Kro (Hjálparstarf kirkjunnar), Sigríður Stefánsdóttir (Rauði krossinn) og Sumarrós H. Ragnarsdóttir (Mæðrastyrksnefnd).
Ný stjórn er skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Fyrir hönd Hjálpræðishersins: Herdís Helgadóttir, varamaður Lárus Óskar Sigmundsson.
Fyrir hönd Rauða krossins: Kristín Björk Gunnarssdóttir, varamaður Baldvin Valdemarsson.
Fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar: Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir, varamaður Sumarrós H. Ragnarsdóttir.
Fyrir hönd Hjálparstarfs kirkjunnar: Kristbjörg Sigurðardóttir, varamaður Guðmundur Guðmundsson.
Þeim Eydísi Ösp, Birgit, Sonju og Sigríði er þakkað kærlega fyrir störf sín í þágu sjóðsins og fyrir gott samstarf.
Fráfarandi stjórn. Frá vinstri: Kristín Björk Gunnarsdóttir, Herdís Helgadóttir, Birgit Schov, Eydís Ösp Eyþórsdóttir, Sumarrós H. Ragnarsdóttir, Sonja Kro, Sigríður Stefánsdóttir. Á myndina vantar Lárus Óskar Sigmundsson. |